Jazz í Djúpinu // Kvartett Sunnu Gunnlaugs ásamt Marínu Ósk
Thursday 2. October at 20:30 - 21:30
Djúpið, Reykjavík
ÍSLENSKA
Kvartett Sunnu Gunnlaugs ásamt Marínu Ósk kemur fram á tónleikum undir yfirskriftinni “Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu” en það er titillinn á albúmi sem kom út á síðasta ári. Albúmið var tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og Marína var valin söngkona ársins í jazzflokki. Á albúminu eru 7 lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör. Sunna valdi ljóð Jóns sem fjalla um bjartsýnina sem fylgir vorinu, ástina og jú blaðrið í fólkinu.
Kvartettinn kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra og fékk glimrandi umfjallanir frá gagnrýnendum. Kevin Whitlock frá breska tímaritinu Jazzwise sagði Sunnu án efa meðal bestu píanó-tónskálda á jazzsenunni í dag. Jónas Sen fjallaði um tónleikana á Jazzhátið og lýsti tónlistinni sem “gamaldags - í góðum skilningi", og töfrandi, ísmeygilega fagurri og sérlega grípandi.
Albúmið hefur líka fengið hlýjar viðtökur út í heimi þar sem það var valið albúm vikunnar hjá Þýsku útvarpsstöðinni WDR3, var valið af gagnrýnendum á Europe Jazz Media Chart sem er listi yfir áhugaverð albúm í Evrópu og í nýjasta hefti tímaritsins Jazzthetik er opnuviðtal við Sunnu um verkefnið.
Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur, Sunna Gunnlaugs leikur á píanó, Snorri Skúlason á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.
Þess má geta að einungis eitt lag af albúminu er að finna ´streymisveitum (Ástakvæði) en hlusta má á albúmið í heild á bandcamp síðu Sunnu https://sunnagunnlaugs.bandcamp.com/
Tónleikaröðin Jazz í Djúpinu fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 haustið 2025. Djúpið er kjallarinn á veitingastaðnum Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). Inngangur í Djúpið er að aftan, til móts við Bæjarins beztu. Inngangurinn í kjallarann opnar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 ISK, miðar eru seldir við innganginn og í forsölu. Tónleikaröðin eru skipulögð af Jazzdeild FÍH og er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Reykjavíkurborg. Athugið að ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.
ENGLISH
The quartet of Sunna Gunnlaugs, together with Marína Ósk, will perform a concert under the title “Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu”, which is also the name of an album released last year. The album was nominated for the Icelandic Music Awards, and Marína was chosen as Jazz Singer of the Year. The album features 7 compositions by Sunna set to poems by Jón úr Vör. Sunna selected poems by Jón that deal with the optimism that comes with spring, love, and, yes, the chatter of people.
The quartet performed at the Reykjavík Jazz Festival last year and received glowing reviews from critics. Kevin Whitlock from the British magazine Jazzwise said Sunna is without a doubt among the finest pianist-composers on today’s jazz scene. Jónas Sen reviewed the Reykjavík Jazz Festival performance and described the music as “old-fashioned—in a good way,” as well as enchanting, exquisitely beautiful, and particularly captivating.
The album has also received warm international reception: it was chosen as Album of the Week by the German radio station WDR3, was selected by critics for the Europe Jazz Media Chart—a list of noteworthy albums in Europe—and in the latest issue of Jazzthetik magazine, there is a feature interview with Sunna about the project.
Performers are: Marína Ósk Þórólfsdóttir (vocals), Sunna Gunnlaugs (piano), Snorri Skúlason (double bass), and Scott McLemore (drums).
It is worth noting that only one track from the album (Ástakvæði) is available on streaming services, but the full album can be heard on Sunna’s Bandcamp page: https://sunnagunnlaugs.bandcamp.com/
The Jazz í Djúpinu concert series takes place on Thursday nights at 8:30 PM during the autumn of 2025. Djúpið is the basement of the restaurant Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). The entrance to Djúpið is at the back, facing Bæjarins beztu. The entrance to the basement opens at 8:00 PM. Ticket price is 3.000 ISK, tickets are sold at the entrance and in advance. The concert series is organised by the Jazz Department of FÍH. Please note that there is no wheelchair access at the venue.
Djúpið • Hafnarstræti 15, 101, 101 Reykjavík, Reykjavíkurborg, Iceland
