Jazz í Djúpinu // Hljóð í ljóði

ÍSLENSKA

Fluttar verða nýjar tónsmíðar eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur, sellóleikara, sem allar eru innblásnar af íslenskum ljóðum, gömlum og nýjum. Markmið tónsmíðanna er að fanga stemningu hvers ljóðs og þýða og framlengja yfir í tónsmíðar. Skáldin sem eiga ljóð í verkefninu eru Gerður Kristný, Ragnar Helgi Ólafsson, Ásta Sigurðardóttir, Steinn Steinnarr, Davíð Stefánsson og Steingrímur Thorsteinsson. Ólíkur stíll og form ljóðanna hafa, ekki síður en efnistök ljóðanna, orðið innblástur að tónsmíðunum sem eru misformfastar hvað varðar áferð og uppbyggingu. Með verkefninu heldur Þórdís áfram að þróa hlutverk sellósins sem leiðandi hljóðfæri í jazztónlist og spuna. Þá notar hún fjölbreytta reynslu sína sem flytjandi kammertónlistar til að færa nákvæmni og næmni sígildrar tónlistar yfir í spunatónlist.

Lögin voru hljóðrituð í júní 2025 og er útgáfa þeirra væntanleg á næsta ári undir nafninu Hljóð í ljóði. Flytjendur eru auk Þórdísar á selló þeir Hilmar Jensson á rafgítar, Matthías Hemstock á slagverk, Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Óskar Guðjónsson á saxófón.

Ljósmynd er eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur.

Tónleikaröðin Jazz í Djúpinu fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 haustið 2025. Djúpið er kjallarinn á veitingastaðnum Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). Inngangur í Djúpið er að aftan, til móts við Bæjarins beztu. Inngangurinn í kjallarann opnar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 ISK, miðar eru seldir við innganginn og í forsölu. Tónleikaröðin eru skipulögð af Jazzdeild FÍH og er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Reykjavíkurborg. Athugið að ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.

ENGLISH

New compositions by cellist Þórdís Gerður Jónsdóttir will be performed, all of them inspired by Icelandic poetry, both old and new. The aim of these works is to capture the atmosphere of each poem and translate and extend it into music. The poets featured in the project are Gerður Kristný, Ragnar Helgi Ólafsson, Ásta Sigurðardóttir, Steinn Steinarr, Davíð Stefánsson, and Steingrímur Thorsteinsson. The diversity of style and form in their poetry – as well as the themes themselves – has served as inspiration for the compositions, which vary in texture and structure.

With this project, Þórdís continues to develop the role of the cello as a leading instrument in jazz and improvisation. She also draws on her broad experience as a chamber musician, bringing the precision and sensitivity of classical music into improvised performance.

The pieces were recorded in June 2025 and are set to be released next year under the title Hljóð í ljóði (“Sound in Poetry”). Alongside Þórdís on cello, the performers are Hilmar Jensson on electric guitar, Matthías Hemstock on percussion, Birgir Steinn Theodórsson on double bass, and Óskar Guðjónsson on saxophone.

Photo by Ingibjörg Friðriksdóttir.

The Jazz í Djúpinu concert series takes place on Thursday nights at 8:30 PM during the autumn of 2025. Djúpið is the basement of the restaurant Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). The entrance to Djúpið is at the back, facing Bæjarins beztu. The entrance to the basement opens at 8:00 PM. Ticket price is 3.000 ISK, tickets are sold at the entrance and in advance. The concert series is organised by the Jazz Department of FÍH. Please note that there is no wheelchair access at the venue.

Djúpið • Hafnarstræti 15, 101, 101 Reykjavík, Reykjavíkurborg, Iceland

Google Map of Hafnarstræti 15, 101, 101 Reykjavík, Reykjavíkurborg, Iceland