Jazz í Djúpinu // Silva & Steini – Alþjóðlegi jazzdagurinn
Wednesday 30. April at 20:30 - 21:30
Djúpið, Reykjavík
ÍSLENSKA
Allt frá því að Silva Þórðardóttir (söngur) og Steingrímur Teague (söngur, hljómborð) hittust fyrst yfir eplaköku og svörtu kaffi hafa þau lagt sig eftir því að draga fram hið mannlega, brothætta –– og örlítið myrka ––í söngbók jazzins. Platan More Than You Know kom út árið 2022 við fádæma undirtektir, en lögum af henni hefur nú verið streymt um sex milljón sinnum. Síðustu jól kom svo út platan Christmas with Silva & Steini, og ný skífa er væntanleg síðar á þessu ári. Á tónleikum er lagt uppúr sterkri nánd og hljóðan radda, en píanó- og wurlitzerleikur Steingríms er allur með mýksta og hljóðasta móti, þó að vissulega sé stundum gefið örlítið í.
Silva Þórðardóttir nam jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH, og gaf út standardaplötuna Skylark árið 2019. Hún hefur síðan sungið með mörgum fremstu jazzflytjendum landsins,hefur hlotið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir jazzsöng, og kemur reglulega fram með söngvarasamsteypunni Jazzkonum.
Steingrímur Teague er í mýgrút íslenskra hljómsveita, en er líklega þekktastur fyrir að syngja og spila á hljómborð í Moses Hightower. Hann hefur sömuleiðis hlotið klöpp á bakið fyrir hitt og þetta tónlistartengt, m.a. tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir jazzsöng.
Tónleikaröðin Jazz í Djúpinu fer iðulega fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 vorið 2025, en gerir nú undantekningu með tónleikum á miðvikudegi í tilefni Alþjóðlega jazzdagsins
Djúpið er kjallarinn á veitingastaðnum Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). Inngangur í Djúpið er að aftan, til móts við Bæjarins beztu. Inngangurinn í kjallarann opnar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 ISK, miðar eru seldir við innganginn og í forsölu. Tónleikaröðin eru skipulögð af Jazzdeild FÍH og er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Reykjavíkurborg. Athugið að ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.
ENGLISH
Ever since Silva Þórðardóttir (vocals) and Steingrímur Teague (vocals, keyboards) first met over apple pie and black coffee, they have been dedicated to bringing out the human, fragile –– and slightly dark –– side of the jazz songbook. Their album More Than You Know was released in 2022 to exceptional acclaim, and its tracks have since been streamed around six million times. Last Christmas, they released the album Christmas with Silva & Steini, and a new record is expected later this year.
Their live performances emphasize intimacy and vocal harmonies, while Steingrímur’s piano and Wurlitzer playing is as soft and subtle as can be—though, of course, he occasionally turns it up a notch.
Silva Þórðardóttir studied jazz singing at the FÍH School of Music and released the standards album Skylark in 2019. Since then, she has performed with many of Iceland’s top jazz musicians, earned three nominations for the Icelandic Music Awards for jazz vocals, and regularly performs with the vocal ensemble Jazzkonur.
Steingrímur Teague plays in numerous Icelandic bands but is probably best known as the vocalist and keyboardist of Moses Hightower. He has also received recognition for various musical projects, including two Icelandic Music Award nominations for jazz vocals.
The Jazz í Djúpinu concert series takes place on Thursday nights at 8:30 PM during the spring of 2025. But this time a concert is happening on a Wednesday becaue of the International Jazz Day.
Djúpið is the basement of the restaurant Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). The entrance to Djúpið is at the back, facing Bæjarins beztu. The entrance to the basement opens at 8:00 PM. Ticket price is 3.000 ISK, tickets are sold at the entrance and in advance. The concert series is organised by the Jazz Department of FÍH and is supported by the Cultural Fund of FÍH and the City of Reykjavík. Please note that there is no wheelchair access at the venue.
Djúpið • Hafnarstræti 15, 101, 101 Reykjavík, Reykjavíkurborg, Iceland
